19.09.2020 00:56

Lif og fjör i Norðfjarðarhöfn i morgun

                          Lif og Fjör i Norðfjarðarhöfn i morgun   mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

        Landað frystri sild úr Hákon Ea Flutningaskipið Crystal lestar frosinn makril og margret EA landar sild
 

Það hefur svo sannarlega verið mikið um að vera í Norðfjarðarhöfn síðustu dagana.

Veiðiskip koma og fara og flutningaskip koma og lesta afurðir. Alls staðar eru menn að störfum við löndun eða útskipun.

                 2903 Margret EA710 og Bergey Ve 144 lönduðu bæði i dag mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

Í gær var verið að landa síld úr Berki NK og einnig var verið að landa fullfermi úr ísfisktogaranum Vestmannaey VE. Margrét EA kom til hafnar í gær með 730 tonn af síld og fékkst aflinn í einungis einu holi. Verðmætin sem fara um höfnina eru ótrúlega mikil og vinnslustöðvarnar hafa vart undan að taka á móti aflanum samkvæmt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar.

                         Löndun úr 2407 Hákon EA i morgun  18 sept 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Þá var verið að skipa út frystum makríl og undirbúa komu Hákonar EA sem var að koma með frysta síld til löndunar.

Í gærkvöldi lauk síðan vinnslu úr Berki og þá hófst vinnsla úr Margréti.
Ekki var síður mikið um að vera við höfnina í morgun. Þá var enn verið að vinna síldina úr Margréti,

ísfisktogarinn Bergey VE var kominn til löndunar með góðan afla og hamast var við að landa frystri síld úr Hákoni.

Jafnhliða var unnið áfram við útskipun á frystum makríl.

                           Börkur Nk 122 við bryggju á Norðfirði i morgun 18 sept 2020 mynd þorgeir Baldursson 

Börkur beið í höfninni eftir að röðin kæmi að honum að halda út á síldarmiðin en Beitir NK hélt til veiða í morgun

. Síldveiðin er það góð og miðin í svo mikilli nálægð að einungis eitt skip er að veiðum hverju sinni.

                                            Polar Amaroq mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

Við bryggju hinnar nýju netagerðar Hampiðjunnar lá síðan grænlenska skipið Polar Amaroq og naut þjónustu netagerðarmannanna.

Það er afskaplega gaman að fylgjast með því sem er að gerast við höfnina. Þar er líf og fjör og bullandi traffík.

 

18.09.2020 19:06

Varskipið Þór við Seley vitatúr að hausti

       Varðskipið Þór liggur fyrir föstu við Seley sem að sést hér i bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

                         Varðskipið Þór og Seley i Bakgrunni mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

         Vakthafandi i brú myndar Ljósafell Su 70 þegar það sigldi framhjá mynd þorgeir Baldursson 18 sept 2020

 

Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina.

Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi. 

Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á vitum og öðrum sjómerkjum í ferðinni.

 Meðal verkefna í vitatúrunum er að yfirfara rafgeyma og sólarspegla auk þess að endurnýja perur. Einnig er skipt um vindrafstöðvar auk annars tilfallandi viðhalds. 

Teksti Lhg.is 

myndir Þorgeir Baldursson 

 

17.09.2020 22:35

Knúsast á austfjarðamiðunum i dag

          2964 Bergey Ve 144 og 2731 Þórir SF 77 knúsast á miðunum mynd þorgeir Baldursson 17 sept 2020

17.09.2020 10:58

Harðbakur EA 3

                                          2963 Harðbakur EA 3 á togi á Austfjarðamiðum 15 sept 2020

                                                 2963 Harðbakur EA 3 mynd þorgeir Baldursson  2020

                  2963 Harðbakur EA 3 og 1578 Ottó N Þorláksson VE 5 mynd þorgeir Baldursson 15 sept 2020

17.09.2020 10:27

Vestmannaeyjarskip á Austfjarðamiðum

                 Bergey Ve og Ottó N Þorláksson Ve 5 á toginu á Austfjarðamiðum 15 september 2020

 

15.09.2020 08:05

Hebbi Gunn EA

                                              6010 Hebbi Gunn EA á Svalbarðeyri 14 September 2020

12.09.2020 13:40

Rólegt i Hvalaskoðun á Eyjafirði

Hvalaskoðun á Eyjafirði hefur heldur betur dregist saman eftir að Covid 19 birjaði þvi að alls voru um  83000 farþegar sem að fóru i 

Hvalaskoðun árið 2019 frá Akureyri Hauganesi Grenivik og Dalvik og mörg siðustu ár en nú hefur orðið 90% samdráttur i þessu 

en alls fóru um 364000 farþegar i hvalaskoðun á Islandi árið 2019  þetta hafa verið frábær ár en nú hefur þetta dottið allveg niður 

vegna þessa að sárafáir ferðamenn eru á landinu og komið er framá haust og hafa flest Hvalaskoðunnarfyrirtækin dregið verulega 

úr starfsemi sinni og jafnvel sagt upp flestum eða öllum starfsmönnum sinum Whale Vatching  Akureyri er eitt þeirra sem að hefur 

sagt upp starfsfólki en þó voru farnar tvær ferðir i fyrradag með hátt i 20 manns i tveimur ferðum að sögn Jóhanns Heiðarssonar 

sást einn hnúfubakur fyrir innan Hjalteyri svo að farþegarnir voru himinlifandi með góða ferð 

                                 7573 Sólfar -1 á siglingu á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson   10 Sept 2020

                 2922 Hólmasól  Með hátt i 200 manns um borð  Mynd þorgeir Baldursson 13 ágúst 2019

                                     1414 Áskell Egilsson og 500 Whales i hvalaskoðun á Eyjafirði  2019 

                                      1487 Máni i hvalaskoðun á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 2019

11.09.2020 22:47

Hafrafell og Sandfell SU i slippnum á Akureyri

                     2841 Sandfell SU 75 nýskverað við slippkanntinn i dag 11 sept 2020 mynd þorgeir Baldursson 

 

     2912 Hafrafell SU 65 OG 2841 Sandfell SU 75 við slippkantinn á Akureyri i dag 11 sept  mynd þorgeir Baldursson 

                           2912 Hafrafell SU 65 á leið uppi sleðann mynd þorgeir Baldursson 11 sept 2020

                                              2912 Hafrafell su 65 mynd þorgeir Baldursson 11 sept 2020

11.09.2020 10:23

Umhverfisvænir íslenskir sjómenn

Alllengi hafa íslenskir togarar fært allt að landi sem komið hefur í veiðarfærin. Um ýmiskonar rusl er að ræða, allt frá veiðarfæraleifum til hluta úr sokknum skipum. Þegar í land er komið er öllu síðan fargað eftir þeim reglum sem

gilda. Það er löngu liðin tíð að öllu sé dembt í hafið í anda gamla máltækisins „lengi tekur sjórinn við“.Eirikur Sigurðsson Skipstjóri á Reval Viking hefur stundað rækjuveiðar i Smugunni i hátt i 20 ár 

Tjáði heimasiðunni að mikið magn af krabbagildrum hafi verið i smugunni  og hafa skipin verið að hreinsa þetta upp i mörg ár  en ásamt gildrunum kemur upp mikið magn af tógi 

og var þetta þannig að Norskir og skip frá fyrrum Sovétrikjunum  bátar drituðu þessu niður og siðan fóru útgerðirnar i þrot og enginn hirti um að sækja þær og þær halda áfram að fiska 

að sögn Eiriks hefur hrinsunnarstarfið gengið vel  en alls hafa þeir verið að koma með allt að 5oo gildrum i túr svo að þið getið rétt ýmyndað ykkur umfang þessara veiða 

 

          EK-1202 Revar Viking ásiglingu ná Eyjafirði i febrúar 2020 mynd þorgeir Baldursson 
 

                               Krabbagildrur á Dekki Reval Viking Mynd Eirikur Sigurðsson 2020

                                 Krabbagildrur á Dekki Reval Viking mynd Eirikur Sigurðsson 2020

                Bátapallurinn Þéttsetinn af Krabbagildrum úr Barentshafi mynd Eirikur Sigurðsson 2020

        Bátapallurinn krabbagildrurog rækjutogarinn Taurus i bakgrunni mynd Erikur Sigurðsson 2020
 

Tekið skal fram að Ísland á aðild að svonefndum MARPOL-samningi sem er alþjóðasamningur um varnir gegn mengun frá skipum, þar með talinni sorpmengun, olíumengun og loftmengun. Samningurinn er upphaflega frá árinu 1973 en á seinni tímum hafa ýmsir viðaukar og séríslensk ákvæði tekið gildi. Um þessar mundir er hafin flokkun á öllu sorpi og úrgangsefnum um borð í íslenskum skipum og fer förgun síðan fram í landi.

09.09.2020 20:59

Skinney og Steinunn SF á toginu

 

                                           2732 Skinney SF 20 mynd þorgeir Baldursson 8 sept 2020

Skinney SF á Toginu á Breiðdalsgrunni i gærdag og hún landaði svo um 70 tonnum af blönduðum afla 

á Hornafirði i morgun og hélt siðan aftur til veiða að löndun lokinni Steinunn SF landaði á Dalvik

i fyrradag um 50 tonnum sem að fengust á Kolbeinseyjarhryggnum og hélt siðan aftur út á miðin 

                                               2966 Steinunn SF 10 mynd þorgeir Baldursson 2020

06.09.2020 11:31

Þorskur í trollpoka

     Þorskur í trollpoka mynd þorgeir Baldursson 

03.09.2020 22:50

Kaldbakur Ea 1 Heldur til veiða frá Akureyri

                       2891 Kaldbakur EA 1 mynd þorgeir Baldursson 3 september 2020

01.09.2020 21:15

Björgúlfur EA 312 heldur til veiða eftir slipp

                                       2892 Björgúlfur EA 312 mynd þorgeir Baldursson 31 ágúst 2020
 

31.08.2020 22:13

Löndun fyrir kvótaáramót á Króknum

Það var mikið lif og fjör á Sauðarkróki i dag þegar þrir togarar Fisk Seefood komu til löndunnar 

en núna 1 september birjar nýtt kvótaár hjá skipunum og tók þiðrik Unason meðfylgjandi myndir

og sendi siðunni og kann ég honum bestu þakkir fyrir

                                                    1833 Málmey Sk1 Mynd þiðrik Unason 31 ágúst 2020

           1833 Málmey SK 1 2265 Arnar HU 1 2893 Drangey SK 2 mynd Þiðrik Unason 31 ágúst 2020

                Togararnir i höfn og bongóbliða á Sauðarkróki i dag Mynd þiðrik Unason 31ágúst 2020
 

 

31.08.2020 07:53

Tundurdufl við ós Skjálfandafljóts

                   Tundurdufl við ósa Skjálfandafljóts mynd þorgeir Baldursson 30 ágúst 2020

Gekk i gærdag fram á þetta tundurdufl úr siðari Heimstyrjöldinni við ósa Skjálfandafljóts að vestanverðu

sem er að sögn kunnugra búið að vera þarna i Áratugi ég hafði samband við starfmann hjá 

landhelgisgæslunni sem að tjáði mér að duflið væri talið hættulaust að mati Sprengjusérfræðinga þeirra

og sem betur fer er  er ekki mikil umferð um þetta svæði en alltaf gott að fara að öllu með Gát 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 564
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061838
Samtals gestir: 50969
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:42:19
www.mbl.is